Endurgera götur á Granda

Endurgera götur á Granda

Bílar eru í 1. sæti á Grandanum og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi því mjög bágborin og fyrir vikið ekki aðlaðandi svæði. Það mætti því endurgera göturnar á Granda. (Ánanaust - Grandagarður - Fiskislóð - Grunnslóð og Hólmaslóð.) Sérstaklega fyrstu þrjár göturnar. - Endurnýja og breikka gangstéttir. - Leggja hjólastíga. - Gróðursetja tré. - Gera torg fyrir framan verslunarhúsnæðin á Fiskislóð. - Gera góðar og öruggar gönguleiðir yfir göturnar. - Og kannski eitthvað fleira...

Points

Betra, öruggara og meira aðlaðandi svæði fyrir gangandi og hjólandi. Hægt væri að gera það án þess að það myndi bitna á bílaumferð, en göturnar á Granda eru mjög breiðar og mikið af illa nýttu svæði.

Þetta er mjög mikilvægt vegna þeirra sem nota verslanirnar þarna og koma gangandi eða hjólandi. Því miður virðist svæðið hafa verið hannað út frá bílum en ekki fólki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information