Hofsvallagata þarf að vera borgargata alla leið, ekki bara í 107.

Hofsvallagata þarf að vera borgargata alla leið, ekki bara í 107.

Endurhönnun á Hofsvallagötu norðan Hringbrautar sem miðar að því að draga úr umferðahraða og bæta aðgengi hjólandi og gangandi. Strætó keyrir þar um á ofsahraða og aðstaða fyrir hjólandi vegfarendur er engin. Eins og staðn er í dag er gatan gjá í miðju hverfi sem gerir það meðal annars að verkum að börn í yngstu bekkjum geta ekki gengið ein í sinn hverfisskóla. Þetta samræmist illa skilgreiningum á borgargötum en markmið með þeim er m.a. að tryggja aðgengi allra og draga úr umferðahraða.

Points

Ákveðið hefur verið að gera Hofsavallagötu að borgargötu og endurhanna hana á því svæði sem er í 107. Ekkert á að gera við Hofsvallagötu í 101. Þar myndar gatan gjá í miðju hverfi sem börn undir 9 ára aldri fá sjaldan að fara ein yfir. Fá börn sem búa austan Hofsavallagötu í 101 ganga ein í skólann fyrr en í 4. bekk. Þetta samræmist illa skilgreiningum á borgargötum en markmið með þeim er m.a. að tryggja aðgengi allra og draga úr umferðahraða. Ég skora á borgaryfirvöld að bregast við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information