Að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst

Að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst

Að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst

Points

Fátt er skemmtilegra en að fylgjast með hreiðurgerð og varpi smáfugla innan borgarinnar. Allt of margir fuglar og ungar þeirra lenda í munni katta yfir varptímann. Einföld leið til að vinna gegn þessu er að skylda kattaeigendur til að setja bjöllur á ketti frá 1. maí til 1. ágúst. Umferð hunda er bönnuð í Heiðmörk og á Gróttu til verndar fuglum á sumrin og virðist það haga skilað góðum árangri. Setjum bjöllur á kettina okkar yfir varptímann og njótum þess að heyra meiri fuglasöng í borginni.

Sammála og auk þess skráðir og örmerktir.

Kettir eiga að vera með bjöllu alltaf - ekki bara á þessum tíma.

Ég er svo sammála þessu! Bjó sjálf á Leifsgötunni þar sem er ekkert fuglalíf eftir, en nóg af breimandi köttum í öllum görðum. Er með hugmynd hér inni um að sömu lög verði sett á kattahald eins og á hundahald. Viltu kjósa mína hugmynd? Hef sett atkvæði á þína.

Bjöllur á ketti kemur ekki í veg fyrir að þeir drepi unga sem ekki geta flogið. Það mætti alveg banna lausagang katta í þéttbýli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information