Matarmarkað á hafnarbakkann

Matarmarkað á hafnarbakkann

Matarmarkað á hafnarbakkann

Points

Matur er menning og list. Matarmarkaðir eru borg jafn mikilvægir og tónlistarhús eða leikhús. Víða í hafnarborgum eru matarmarkaðir á hafnarbakka (San Francisco, Helsinki). Brim-húsið á hafnarbakkanum er kjörið sem matarmarkaður Reykvíkinga. Þar getur túristaverslun sameinast þjónustu við mið- og vesturbæ, veitingasölu og stærri helagrmarkaði á bílastæðinu austan megin hússins. Sá markaður myndi síðan tengjast útimarkaði frá Kolaportinu á sumrin (Helsinkibúar halda reyndar útimarkaði á vetrum).

Tær snilld, löngu þarft að sjá matarmarkað í höfuðborg Matarkistunni Íslandi. Vísir að þessu þó kominn með Frú Laugu tildæmis en þetta verður að koma í stærri mynd þar sem úrvalið á að vera til að æra óstöðugan.

Það verður að vera til almennilegur matarmarkaður í Reykjavík þar sem bændur og framleiðendur geta selt sína vöru milliliðalaust. Svo er eiginlega skammarlegt að í höfuðborg fiskveiða í Norður Atlantshafi skuli ekki vera flottur fiskmarkaður. Tegundafábreytnin og skortur á upplifun við að kaupa fisk er grautleiðinleg.

Samfélagslegt og ekki síst menningarmál.

Gott málefni ekki spurning!

Tilraunin tókst vel. Meðal lokaorða skýrslu, sem var unnin að henni lokinni, voru: “Mikinn áhuga má merkja hjá almenningi og hafa þeir sem selt hafa varning sinn á markaðnum í sumar orðið varir við mikla umferð um svæðið og góða sölu“. Slíkur markaður verður bara að vera í skjóli. Bendi á skrif Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts á blogginu hans.

Ég styð matarmarkað sem og annan markað á hafnarbakkann eða í og við miðbæinn. Ég tel að það sé hægt að vera með markað allt árið svo lengi sem skýlt er fyrir vindi og mest af ofankomu. Mín upplifun af markaði er að hann sé sem mest utandyra án þess þó að fjúka burt eða rigna niður. Kolaportið hefur aldrei heillað mig en þar eru mér margir mér ósammála og er það vel, útimarkaður í grend við kolaportið myndi stækka hóp þeirra kæmu saman á þessu svæði og aukið útflutning með skemtiferðarskipum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information