Setja skemmtilega hjólahindrun báðum megin við ströndina í Skerjafirði

Setja skemmtilega hjólahindrun báðum megin við ströndina í Skerjafirði

Flottar hjólabrautir hafa verið gerðar í Vesturbænum, í gegnum Skerjafjörð og út í Nauthólsvík. Göngustígurinn meðfram ströndini í Skerjafirði hefur verið gerður alfarið að göngustíg en stór hluti hjólreiðamanna velur samt að hjóla meðfram ströndinni. Það er hættulegt fyrir gangandi fólk þar sem engin skipting er á stígnum, Tillagan er að setja einhverja sniðuga hindrun, jafnvel líkt og hjólin sem loka Laugaveginum til þess að minnka þar hjólaumferð og beina henni á hjólabrautina.

Points

Margt fólk nýtur þess að ganga eða hlaupa meðfram ströndinni, ítrekað koma hjól á háum hraða, jafnvel í báðar áttir samtímis og fólk þarf að koma sér út í grasið til að verða ekki fyrir. Þar gengur margt eldra fólk, börn, hundafólk og fleiri og það er svo mikil óþarfi að ekki upplifa öryggi á göngu þegar svo flott hjólabraut er til staðar í gegnum Einarsnesið og út að Nauthólsvík eða Ægissíðunni. Það er flott að svo margir eru farnir að hjóla og við getum gert það öruggt í sátt og samlyndi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information