Sleppum "vegur" og "gata" á vegvísunarskiltum

Sleppum "vegur" og "gata" á vegvísunarskiltum

Mikið af götuheitum bera "gata", "vegur" eða "braut" í nafninu, en því mætti sleppa. Erlendis er þetta stytt með því að hafa "st." fyrir "street" þar sem "st" er skrifað með smærra og minna áberandi letri, oft í hávísum. Þannig gæti "Hofsvallagata" verið "Hofsvallag." og Grandavegur verið "Grandav."

Points

Með þessu getum við einfaldað lífið fyrir erlenda ferðamenn þar sem samsetning orða á íslensku skapa rugling sem getur verið hættulegur í umferðinni og tefjandi, lagt áherslu á fagurfræði við uppsetningu vegvísa þar sem minna verður um kraðak, auk þess að spara efniskostnað þar sem við þurfum minna pláss á skiltum. Auk þess er algjör óþarfi að taka fram á skiltum að viðkomandi sé að aka á "götu", "vegi" eða "braut", en með styttingunni er þó hægt að átta sig á því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information