gamla gæsluvallarhúsið verði tekið í gegn að utan

gamla gæsluvallarhúsið verði tekið í gegn að utan

gamla gæsluvallarhúsið verði tekið í gegn að utan

Points

Veturinn 2010 var garðurinn sem við köllum gamli gæsluvöllurinn (róló) sem stendur við Vesturberg allur tekinn í gegn, virkilega velheppnuð framkvæmd og hlotið mikið lof fyrir. En eftir stendur húsið sjálft, sem er í fullri notkun, undir daggæslu. Það er orðið virkilega ljótt að sjá, málning flögnuð og krossviðsplötur farnar að losna. Það þarf ekki miklar framkvæmdir að leggja út í til að það verði garðinum til sóma, en í dag er það mikið lýti. Vil sjá frískað upp á það.

Það er ekki nóg að Reykjavíkurborg leigi húsnæðið, þeim ber einnig að sjá um allt viðhald á eigninni samkvæmt 19. gr. laga nr. 36/1994 um húsaleigu. Þetta er því ekki spurning um hvort, heldur hvenær þeir eiga að gera þetta. Það segir í 4. mgr. 19 gr. húsaleigulaga að leigusali skal jafnan halda hinu leigða húsnæði í leiguhæfu ástandi, m.a. með því að láta mála húsnæðið og endurnýja gólfdúka þess, teppi og annað slitlag með hæfilegu millibili, eftir því sem góðar venjur um viðhald húsnæðis segja til um. Þá er aðalspurningin,,,hvað eru góðar venjur,,,en þar sem að eru ómálaðir fletir á húsinu þá hlítur það að teljast til slæmra venja að ekki skuli vera búið að mála það í það minnsta.....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information