Aðgreindir hjóla og göngustígar.

Aðgreindir hjóla og göngustígar.

Aðgreina hjóla og göngustíga með svipuðum hætti og gert er í Fossvogsdal. Eðlislegt að hefjast handa á þeim stöðum sem útivist er mikið stunduð. Mæli með að hefjast handa í Elliðaárdal leggja göngu og hjólastíga upp allan dalinn og þaðan upp að Fellahverfi (framhjá Fellakirkju). Úr Elliðaárdal meðfram hesthúsahverfinu og niður að Rauðavatni og umhverfis Grafarvoginn og meðfram ströndinni og út í Geldinganes. Þegar þessu öllu er lokið þá skal halda áfram á öðrum góðum stöðum.

Points

Aðgreindir hjóla og göngustígar leiða til mun meira öryggis allra hópa. Því fylgir að gangandi maður nýtur mun meiri gleði af gönguferðinni hann þarf ekki að hafa áhyggjur af misrásföstum hjólreiðamönnum. Sama gildir um hjólreiðamanninn, hann þarf ekki að óttast göngufólkið sem er í hrókasamræðum eða með eyrun úttroðin af tónlist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information