Sebramála allar gangbrautir strax!
Ég tel að það sé stórhættulegt sem nú virðist vera í tísku hjá þeim sem fara með umferðarmál í borginni (og hefur verið um nokkurt skeið), að merkja ekki gangbrautir skýrt og greinilega með því að sebramála þær. Þetta er mikilvægt öryggisatriði fyrir alla vegfarendur (ekki síður ökumenn en aðra) og ætti að vera einfalt og ódýrt að kippa í lag. Það er alls ekki nóg að hafa skilti sem vísar að bílstjórum - algjört lágmark að gangandi vegfarendur SJÁI auðveldlega hvar gangbrautir eru!
Mikið afskaplega er ég sammála þessu. Einnig þar að setja upp gangbrautarskilti við þessar gangbrautir til að auðvelda ökumönnum að sjá hvar eru gangbrautir. Ég hef til dæmis þurft að ganga nokkrum sinnum yfir Gömlu Hringbraut síðustu daga. Þar eru sex gangbrautir en engin einasta máluð og engin skilti sem gefa til kynna um að þarna séu gangbarutir. Bílar bruna framhjá á 60-80 km hraða og engum dettur í hug að stoppa fyrir gangandi. Ástandið er svona út um allan bæ og það er gríðarlega mikilvægt að breyta þessu í hvelli.
já mér finnst mikið um það að þar sem eru gangbrautir t.d. við ljós en ekki sebramerktar, eru vegfarendur ótilitsamir göngumerkinu, ég fylgist vel með því hvort bílar stoppi eða ekki fyrir mér áður en ég labba yfir, semsagt þegar það er begjuljós á sama tíma og gönguljós, flesstum gæti bara ekki verið meira sama, fólk virðist hafa þá rök huggsun að vera að flíta sér og þurfa ekki að spá né bera tillit.
Reynslan, hér á landi og erlendis, hefur því miður sýnt að ökumenn bera ekki virðingu fyrir sebramáluðum gangbrautum; heldur þvert á móti, þá eiga ökumenn það til að gefa í ( í stað þess að hægja á sér ) þegar þeir sjá gangandi nálgast sebrabraut - væntanlega til þess að þurfa ekki að stoppa. Það eina sem dugar eru hraðahindranir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation