Gangandi vegfarendur og Hverfisgatan

Gangandi vegfarendur og Hverfisgatan

Koma þarf upp gönguljósum eða öðrum leiðum sem styðja við það að eldra fólk sem býr norðan Hverfisgötu komist á öruggan máta yfir hana.

Points

Við Hverfisgötu er ekki gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þurfi að komast yfir götu og hjólreiðastíg. Norðan við götuna eru stór samfélög eldri borgara en sunnan við hana er m.a. mannlífið og verslanir. Jafnvel hjá frísku eldra fólki dregur úr snerpu í hreyfingum og næmi skynfæra dalar þannig að erfitt er að meta fjarlægðir og hraða farartækja. Hverfisgatan virkar því ógnandi á veikburða íbúa svæðisins, gerir þeim illkleift að bjarga sér um nauðsynjar og hamlar félagslegri þátttöku.

Þar er 30km hámarkshraði og þröngar akreinar þannig að stutt er á milli gangstétta. Það væri hægt að setja hraðahindranir frekar, en gönguljós eru slæm hugmynd. Á gamla fólkið auðveldara með að labba tugi eða hundruði metra í næsta gönguljós? :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information