Leikskóla- og grunnskólabörn hverfisins fara yfir Elliðabrautina til móts við strætóskýlið milli Sandavaðs og Reiðvaðs daglega. Ökumenn misreikna oft sveiginn sem vegurinn liggur í, aka of hratt og hafa keyrt niður akbrautarmerkingu á miðju vegarins. Tímaspursmál er hvenær alvarlegt slys hlýst af.
Leikskólabörn fara yfir götuna á þessum stað á leið í skógarhús á hverjum degi, grunnskólabörn fara yfir á þessum stað í útismiðjur. Þegar dimmt er úti og jafnvel hálka líka þá er voðinn vís. Íbúar við Reiðvað hafa oft gripið andann á lofti yfir aðstæðunum sem skapast við þessar aðstæður. Það er hagsmunamál okkar allra að huga að öryggi barnanna okkar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation