Bílar þurfa að stöðva beint ofaná gangbraut/hjólastíg yfir Sæmundargötu áður en þeir beygja inná Hringbraut. Kyrrstæðir bílarnir ná þá yfir gangbrautina þvera með vegkant beint á bak við sig vatnsmýrar megin. Hugmyndin er að fjarlægja hluta vegkantsins og breikka gangbrautina aðeins í upphafi.
Notendur gangbrautarinnar þurfa þá ekki að sveigja óþægilega í kringum bíl, fara yfir vegkant og gras til að komast inná gangbrautina vatnsmýrarmegin við Sæmundargötu.
Þetta ætti ekki að þurfa að verða stór og dýr framkvæmd. Það eina sem þarf til er að brjóta aðeins úr vegkanti (sem er þegar brotinn að hluta). Og breikka gangstíg örlítið fyrstu metrana
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation