Skautasvell í Vesturbænum

Skautasvell í Vesturbænum

Nota opin svæði í Vesturbænum t.d. leikvelli, sparkvelli að vetri til og sprauta vatni þar á til að mynda skautasvell. Einn leikvöllurinn við Tómasarhaga/Lynghaga gæti kannski komið til greina sem hægt væri að breyta í skautasvell þar sem spark/körfuboltasvæðið er.

Points

Ég er því sammála. En til að hægt sé að gera skautasvell eins og var t.d. á Melavellinum í gamla daga þarf hart malarlag, sem væri nokkurn veginn alveg lárétt. Síðan þarf að vera brunahani í nálægð. Það þyrfti að fara fram grendarkynning vegna nágranna. Hugmyndin er góð og ég yngist um amk. 50 ár við að sjá þessa hugmynd.

Tjörnin er ekki alltaf frosið og hættulegt fyrir minni krakka að fara ein þangað. Skautahöllin er fín, en ekkert jafnast samt á að skauta úti. Auðvelt í framkvæmd og leiksvæði/opin svæði nýtast betur að vetri til. Góð hreyfing fyrir krakka

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information