Bæta leiksvæðið fyrir ofan þvottalaugarnar (orminn)

Bæta leiksvæðið fyrir ofan þvottalaugarnar (orminn)

Points

Það mætti verulega bæta öryggi við orminn. Þar sem hann endar/byrjar er n.k. hús og trébrú þar upp að. Þar sitthvoru megin við eru stórir steinar sem barn myndi lenda á ef það dytti niður (til hliðar við brúna). Það sama má segja þar sem seinni hluti ormsins byrjar, en þar mætti framlengja spýturnar og búa til lítið handriði, því eins og við húsið geta börn auðveldlega slasað sig ef þau detta niður. Þetta er rúmlega metersfall sem er mikið þegar maður er varla metri sjálfur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information