Breyta Perlunni í Rennibrautagarð og Sædýrasafn.

Breyta Perlunni í Rennibrautagarð og Sædýrasafn.

Ég tel það vera gott og plan að breyta Perlunni í Rennibrautagarð og Sædýrasafn. Sundlaugum væri komið fyrir á mörgum hæðum og Rennibrautir frá toppi og niður. Umfram sundlaugarnar væru þykkir glerveggir/búr og Sædýr myndu synda þar inní. Menn og dýr gætu því synt saman án þess að skaða hvort annað. Það horfir enginn á Perluna og verður svangur - húsið er ekki vinsæll veitingastaður og frekar mikið overkill sem útsýnispallur,. lítur reyndar út eins og fútúrískt safn - afhverju ekki sædýra safn?

Points

Ég tel það vera gott og plan að breyta Perlunni í Rennibrautagarð og Sædýrasafn. Sundlaugum væri komið fyrir á mörgum hæðum og Rennibrautir frá toppi og niður. Umfram sundlaugarnar væru þykkir glerveggir/búr og Sædýr myndu synda þar inní. Menn og dýr gætu því synt saman án þess að skaða hvort annað. Það horfir enginn á Perluna og verður svangur - húsið er ekki vinsæll veitingastaður og frekar mikið overkill sem útsýnispallur,. lítur reyndar út eins og fútúrískt safn - afhverju ekki sædýra safn?

Örugglega alveg rétt að kokkarnir í Perlunni eru vandvirkt fagfólk, það var ekkert stór meining hjá mér í því að tala um "enginn" þetta og hitt, bara aðeins að færa í stílinn. En er ekki alltaf verið að tala um að Perlan standi ekki undir sér?... Spurning hvort megi ekki færa veitingastaðinn á hentugari stað, en ég skil þá sem reka staðinn að vilja ekki fara ef þeir líta svo á að staðsetningin sé virðisaukandi fyrir þeirra buisiness. Þó eflaust megi segja að staðurinn sé "vinsæll" og virtur, getur samt ekki verið að hann sé í of stórum "skóm"? . Mér þykir húsið vera það stórskrýtið (in a good way) að mér fynnst henta ef þar væri eitthvað stórskrýtið... eins og rennibrautagarður/Sædýrasafn. Það væri saga til næsta bæjar, og örugglega ekki minna aðlaðandi fyrir túrista en veitingastaður í sama skrýtna húsi. Ég er samt ekkert að ætlast til að peningar verði settir í það á morgunn, en það mætti byggja það íhollum, og hafa það á langtímaplani. P.s. Ég verð stundum svangur þegar ég labba framhjá matsölustöðum.. líklega vegna óvirkrar skilyrðingar.

allar hugmyndir um það hvernig á að breyta perlunni eru flottar, "Það horfir enginn á Perluna og verður svangur - húsið er ekki vinsæll veitingastaður" þetta stendst náttrulega als ekki. Perlan er einn stærti Ala cart staður landsins og er mjög vinsæll allt árið um kring. sumrin fillist hann af túristum, og veturnar eru Villibráðar og Jólahlaðborð það flottasta sem gerist í reykjavík, tala . og eitt, sjálfur þekki eg ekki marga sem verða svangir á því að sjá flottar bygginar, en það er bara ég.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information