Minnka notkun plastpoka

Minnka notkun plastpoka

Banna dreifingu á ókeypis plastpokum - hvort sem það er í sundlaugum, bakaríum, verlsunum eða öðrum stöðum. Það tekur plastpoka 1000 ár að brotna niður og reyndar eyðist hann aldrei fullkomlega.

Points

Það er mjög auðvelt að hætta að dreifa plastpokum því ef þeir eru ekki til staðar þá gerir fólk aðrar ráðstafanir, einnig er frekar hægt að nota pappírspoka þegar það á við. Sundlaugarnar og íþróttastöðvar þykja mér sérstaklega slæmar um þetta mál.

Við erum ákaflega dómgreindarlaus þegar við tökum við plastpokum og öðrum umbúðum, einnota bollum, pappadiskum, plasthnífapörum o.s.frv. Í ísbúðum til dæmis fær maður pappabox og ansi veglega plastskeið, sem manni er ætlað að henda eftir notkun. Það fer talsverð orka og hráefni í að framleiða hverja skeið - og svo er hún sennilega flutt yfir hálfa plánetuna. Svona skeið getur farið í uppvöskunarvél og það er hægt að nota hana aftur og aftur.

Nei takk, ég þarf ekki / vil ekki poka. Við þurfum öll að venja okkur á að nota þessa setningu, mikið meira en við gerum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information