Þar sem gangadi vegfarendur og hjólandi vegfarendur deila malbikiðum göngustíg þá hefur verið lenska að mála hvítt strik öðru megin og skpta þannig umferð í gangandi annarsvegar og hjólandi hinsvegar. Þetta samræmist ekki stefnu borarinnar um sameiginlegt rými og ætti því að ógilda þessa merkingu.
Sameiginlegt rými gangandi og hjólandi ýtir undir tilitsemi á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. Þegar rými er skipt upp og gangandi eiga að halda sig öðrumegin, þá skapar það mikil vandræði fyrir báða hópa og í sumum tilvikum verða árekstar. Öll merking og skipting truflar almennar kurteisisreglur og truflar líka hugmyndina um hægriregluna þegar fólk mætist. Það þarf að fjarlægja eða að breyta merkingum á sameiginlegum stígum gangandi og hjólandi í borginni.
Þessi hugmynd var sett undir framkvæmdir, þar sem það er framkvæmdasýslan sem sér um merkingar á hjóla og göngustígum. En kannski þarfað fjalla um þessa hugmynd fyrst á skipulagsvetvanginum og hjá umferðafólkinu. M0gulegar lausnir eru t.d. að mála með svörtu yfir hvít strik sem skipta stígum í hjólandi / gangandi, og jafnvel að skrifa texta á stígana sem segja t.d. "Hægri Reglan", og svo einstaka upplýsingaskilti sem inniheldur hvernig ber að hegða sér í sameiginlegu rými þar sem umferð er á mismunandi hraða. (skokkandi, hjólandi, gangadi ...)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation