Hraðahindrun á Ljósvallagötu

Hraðahindrun á Ljósvallagötu

Hraðahindrun á Ljósvallagötu

Points

Síðan að Suðurgata varð einstefnugata hefur umferðin um Ljósvallagötu aukist til muna. Fólk sem er á leið í miðbæinn skýst þarna í gegn og hægir afar sjaldan á sér. Gatan er þröng og er bílum lagt báðum megin við hana sem gerir það að verkum að erfitt er að sjá börn, fólk og gæludýr sem fara yfir götuna. Gatan er vissulega merkt sem 30 gata en það er nánast undantekning að það sé virt. Því tel ég að best væri að setja eina hraðahindrun í það minnsta fyrir miðju götunnar, ca. við Ljósvallagötu 24

Þetta er gríðarlega góð hugmynd og lífsnauðsynleg (í bókstaflegri merkingu), þar sem ómögulegt er að sjá lágfætta milli kyrrstæðra bíla. Það er nauðsynlegt fyrir íbúana að fara út á götuna til að komast í bílana sína, svo umferð fótgangandi, auk akandi og hjólandi, er mikil. Einnig kemur það reglulega fyrir að bílar aka Ljósvallagötu á móti akstursstefnu, sem er enn hættulegra því íbúar gera ekki ráð fyrir bílum úr þeirri átt. Hraðahindrun gæti komið í veg fyrir stórslys þegar svo ber undir.

Ljósvallagata - Hraðahindrun

Hraðahindranir eru úreltar. Miklu nær að setja þarna (og víðar) hraðamyndavélar . Borgin (Bílastæðasjóður) sjái svo um viðhald og innheimtu gjalda. En ég er sammála því að draga úr hraðakstri þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information