hraðahindranir sem fletjast út

hraðahindranir sem fletjast út

hraðahindranir sem fletjast út

Points

vissulega er ekki erfitt að misskilja svona hugmynd en pælingin á bakvið þetta er ef að þú ert að keyra á 30 t.d og hraðatakmörkin í götuni er 30 afhverju þarftu að hægja á þér til þess eins að fara á 30 aftur ? þannig að þessar tegundir af hraðahindrunum mmyndu fletjast út ef þú ert að keyra á löglegum og réttum hraða en haldast stífar ef þú ert að fara yfir tilsettan hraða

Þetta er þrusu flott concept, robot. Enginn sem virðist vera farinn að framleiða þessar hraðahindranir, en ég held að við ættum að koma þessu í verkfræðideildirnar í HR eða HÍ og sjá hvort þeir geti ekki útfært hugmyndina og framkvæmt. Bara virkilega flott nýsköpunarhugmynd í gangi hér :)

er þetta grín?

Svona lagað gerir ekkert nema neikvætt fyrir vef eins og þennan, en blessunarlega er nú einfalt að kjósa þetta bara niður :)

Ég styð allar hugmyndir sem draga úr bensíneyðslu, hraðahindranir eru mengunarvaldur og svo eru þær dýrari í byggingu og rekstri heldur en hefðbundnar götur.

svoltið mikið bólar á hraðahindrunum útum alla borgina okkar á mörgum stöðum eiga þessar hraðahindranir mjög vel við , en svo aftur á móti þá er bensín verð orðið frekar hátt og þegar við hægum á okkur fyrir hraðahindranir og gefum svo aftur í til að halda hraða okkar áfram þá erum við að eyða óþarfa bensíni hér set ég inn tengil sem útskýrir hugmyndina betur . og vil ég hvetja ykkur sem sitjið í borgarráði að skoða þetta og bregðast við með því að vera fyrsta borgin í heiminum sem gerir þetta

sniðugt , hindrunin er hol að innan og gefur eftir og fletst út , verður flöt ef bíllinn er á eðlilegum hraða og höggið því lítið á hindrunina, en ef höggið er meira þá heldur hún uppréttri lögun og virkar sem há hindrun. en þá er spurning hvort þyngri bílar fái frekar hindrunarhögg og litlir léttir geti ekið of hratt í gegn.

hér er einmitt vefslóð á síðuna sem ræðir og útskýrir þetta betur http://www.engadget.com/2008/12/12/led-encrusted-speed-bump-flattens-out-when-youre-not-flat-out/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information