Birta upplýsingar um hvort tjörnin sé frosin á vefnum

Birta upplýsingar um hvort tjörnin sé frosin á vefnum

Það væri gott að geta flett því upp á vef Reykjavíkurborgar hvort tjörnin sé frosin og hvort færi sé gott til að fara á skauta.

Points

Það væri hvetjandi fyrir fólk að fara á skauta á tjörninni ef það væri hægt að nálgast upplýsingar um færð á einfaldan hátt. Býður upp á skemmtilega og góða afþreyingu í miðbænum að vetrarlagi, sem kostar ekkert.

Þetta er afar ódýrt í framkvæmd, bara að setja upp eina síðu á reykjavik.is og fela einhverjum starfsmanni í ráðhúsinu þá ábyrgð að kíkja út um gluggann einu sinni á dag og skrá stöðuna inn á vefinn. Það er ekki hægt að sjá nógu greinilega á vefmyndavél hjá mila.is hvort það sé skautafæri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information