hringtorg á mótum Álfheima og Gnoðavogs við Glæsibæ
Hringtorg greiða bara umferð fyrir einn notendahóp - þá sem aka á bílum. Fyrir þá sem ganga og hjóla eru hringtorg afleit lausn og mjög óhentug fyrir t.d. börn og eldra fólk, já og í raun alla vegfarendur sem þurfa að fara yfir göturnar þarna.
Á þessum gatnamótum er mikil umferð þeirra sem eru á leið í ýmis konar frístunda- og íþróttastarf í Laugardalnum, sem og þeir sem sækja þjónustu í Glæsibæ, s.s. ýmsa heilbrigðisþjónustu og verslun. Leið 14 fer þarna um og mikið af íbúum hverfisins nota Álfheima sem aðalleið inn og út úr hverfinu. Það myndi greiða fyrir allri umferð og auka öryggi allra vegfarenda ef þarna væri hringtorg.
Það er mjög erfitt og óþægilegt að fara yfir þessi gatnamót eins og þau eru núna, veit ekki hvort að slysatíðni er endilega há þarna en mér líður ekki vel með að fara þarna yfir.
Þarna er of lítið pláss fyrir hringtorg. Það þyrfti að kaupa hluta af lóðunum hjá Glæsibæ og Ljósheimum 2-6 til að koma því fyrir. Það væri hægt að setja hringtorg eins og spæleggið í Nóatúni en ég efast um að það myndi bæta ástandið því menn virðast almennt ekki átta sig á því hver á réttinn. Eina lausnin sem ég sé þarna eru annaðhvort ljós eða stopp skylda í allar áttir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation