Kennsla í forritun = hluti af námi í grunnskólum

Kennsla í forritun = hluti af námi í grunnskólum

Points

Þetta er ekki bara góð hugmynd heldur nauðsynleg framþróun í kennslumálum á Íslandi. Okkur bráðvantar fleira fólk með tæknimenntun og það er einmitt undirbúningur úr menntaskóla og þá grunnskóla sem ræður því hvaða fög fólk velur að leggja stund á. Ég tel það hinsvegar mikilvægara að þjálfa nemendur í að leysa vandamál með aðstoð tölva og í gagnrýnni hugsun (ekki endilega í skilningi menntamálaraherra þó) en að einblína bara á forritun. Þessi hugarfarsbreyting þarf svo að skila sér upp í framhaldskólana líka. Meðfylgjandi slóð gefur okkur líka eitthvað til að hugsa um. http://www.youtube.com/watch?v=BhMKmovNjvc

Kennsla í forritun hefur reynst ótrúlega vel fyrir flest alla nemendur og þá sérstaklega nemendur með greiningar líkt og lesblindu, adhd, einhverfu, aspergen ofl. Og með því að leyfa þeim nemendum að finna sína styrkleika ná þau að byggja upp sjálfstraust sem smitast síðan yfir á aðrar stundir í skólanum og aðrar námsgreinar. Það sem er líka mjög jákvætt er að grunnþekking í forritun getur síðan komið sér vel í öðrum námsgreinum þegar það á við. Getur oft gengið betur fyrir nemendur að leysa t.d. stærðfræðiþrautir með því að sjá verkefnin fyrir sér myndrænt, getur verið ótrúlega gaman að skrifa sögu í ensku/íslensku sem er myndræn (forrituð) svona fyrir utan að byggja upp gagnrýna hugsun á þeim hugbúnaði/forritum/leikjum sem börnin eru að nýta sér í dag.

Menntun í takt við Tækniþróun...

http://vimeo.com/40597698

Því miður er forritun ekki kennd í grunnskólum í dag og nánast ekki í neinum framhaldsskólum heldur. Það eru til fullt af forritunarumhverfum í dag sem bjóða uppá skemmtilega og lærdómsríka nálgun á þróun hugbúnaðar og byggir upp gagnrýna hugsun á öðrum forritum sem börnin eru að nota. Með þessu móti náum við að færa börnin frá því að vera einungis neytendur á hugbúnaði heldur vera gagnrýnin á það sem er í boði.

Persónulega finnst mér þetta alls ekki vera efst á forgangslistanum, margt sem þyrfti að koma á undan. Tel ég ekki mikilvægt fyrir barnið mitt að læra allt á tölvur í skóla hægt er að nýta frítíma í það. Í ljósi þess að ekki er til miklir peningar í þjóðfélaginu eins og staðan er í dag tel ég aðra hluti eins og að kenna fjármál eða slökun í grunnsskólum myndi gagnast fleirum út í lífinu. En nú þekki ég heldur ekki alveg með lesblindu hvernig þetta gæti verið að hjálpa þar, Það var talað aðeins um það í myndabandinu.

Í guðana bænum kenniði börnunum eitthvað sem mun í raun og vernu nýtast þeim í framtíðinni eins og JavaScript (s.b. http://www.codecademy.com/). Síða væri hægt að fara yfir í hlutbundin mál eins og Java eða C# þegar krakkarnir eru komnir með grunninn á syntaxinum. Logo sem er Lisp mállíska á svo gott sem enginn eftir að nota þegar fram líða stundir og syntaxinn er það ólíkur málum sem krakkarnir eiga eftir að rekast á seinna að Logo þekking gagnast mjög lítið. Jú, jú þau verða búin að læra grunninn í rökfræði og stefjugerð en þau læra það líka með öllum öðrum málum svo afhverju ekki að kenna eitthvað sem gangast í framtíðinni? Það eru t.d. margir foreldrar sem eru búnir að læra (í skóla eða sjálfir) amk. grunninn í nútímamálum eins og JavaScript & Java eða kunna fyrir sér í málum sem eru syntaxlega lík eins og C, C++, C# og jafnvel PHP og gætu því aðstoðað börnin við heimalærdóm og fleira. Meira að segja Python eða Ruby myndi gagnast krökkunum margfalt betur í framtíðinni en Logo og í þeim ræður forritarinn hvort hann forritar hlutbundið eða ekki svo þar er hægt að byrja á auðveldum og einföldum föllum og mjaka sig svo yfir í klasagerð, erfðir o.s.fr.

Tölvunarfræði verður alltaf mikilvægari með árunum, fólk sem fær næga slíka menntun er að mínu mati mun betur undirbúið fyrir atvinnumarkaðinn en aðrir. Sjálfur tók ég valáfanga í 9. bekk þar sem kennt var Delphi forritunarmálið og lærði á þeim tíma mikilvæg grunnatriði sem auðvelduðu mér mun nám á slíku sviði seinna meir. Auðveldara er að læra allt þegar maður er ungur og að mínu mati er það sorgleg staðreynd að fólk útskrifast úr grunnskóla með litla sem enga formlega menntun þessu sviði.

Ég segi það sama og ég skrifaði um sömu tillögu fyrir framhaldssklóla. Ekki einblína á forritun, það er margt annað hvað varðar tölvufræði sem er jafn gagnlegt og jafnvel gagnlegra heldur en forritun. T.d. netfræði, öryggi o.fl.

Já ég ætti kannski að skoða þetta betur, alltaf að vera opin til að kynna sér eitthvað nýtt. ef að þetta er hjálpa svona mikið eins og þú ert að segja þá er þetta nú örruglega alveg sniðugt þrátt fyrir að mér finnist þetta ekki vera á forgangslista kannski :)

Seymor Papert og félagar fundu upp Logo málið á sínum tíma til að fá nemendur til að forrita án þess að skelfa þau með því. Hugmyndin var ekki að búa til tölvufólk heldur fólk sem gat hugsað skýrt. Þau settu inn forskrift sem stjórnaði hreyfingum skjaldböku sem hét Kermit. Þetta þjálfaði rökhugsun og kenndi þeim að kljúfa upp viðfangsefni í smærri einingar sem hægt væri að leysa. Þetta er hægt að gera ódýrt og skilar sér inn í hvaða fag sem er í framhaldinu.

Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að börn læri að forrita. Um er að ræða jákvæð áhrif á verkefnalausnargetu, margþættari hugsun, rýmisgreind, aukinni getu til að þekkja eigin hugsun og börn eiga auðveldara með að setja sig í spor annarra (Clements og Gullo). Kennsla í forritun getur einnig aukið rökhugsun og hjálpað til við verkefnalausn, áætlunargerð og opnað hug fyrir öðrum sviðum en bara forritun (Wing).

Börnin þurfa að læra að vinna með tölvunni en ekki bara vinna á hana. Eitt af því sem börn gera best er að læra tungumál og forritun = samskipti manns og tölvu á því tungumáli sem báðir skilja. Hefjum kennslu í forritun á fyrsta stigi grunnskóla þar sem hæfileikinn til að læra ný tungumál byrjar að minnka um 12 ára aldur. Við værum ekki einungis að kenna forritun heldur gefa kennurum og nemendum færi á að útvíkka kennsluaðferðir og nýta forritunarþekkinguna til að leysa verkefni í öðrum greinum.

Er forritun ekki kennd í dag? Fyrir nærri 15 árum lærði ég að forrita í Turbo Pascal í valfagi í Árbæjarskóla. Þó það hafi út af fyrir sig verið gagnslaust að læra Pascal, þá veitti það góða innsýn inn í hvernig forrit virka og tölvur almennt. Þessi grunnur situr eftir og hefur verið mun gagnlegri en æfingarnar í Word og öðrum forritum. Fólk lærir hvort eð er á einstök forrit þegar það þarf að nota þau.

Það er töluvert einfaldara að kenna forritun heldur en margir virðast halda. Með því að nota Python forritunarmálið er fengið auðuppsett umhverfi sem er auðvelt að kynnast með miklu stuðningsefni sem aðgengilegt er í gegn um Herra Google. Því yngri sem krakkarnir eru því betra.

Ég hef aldrei skilið þennan punkt um að leggja áherslu á eitthvað annað en forritun. Það *er* ekkert annað að kenna en forritun. Tölvunarfræði er fagið sem breytir merkingalausum útreikningum í nytsamleg samskipti. Í raun er þetta meta-fag sem bætir aðkomu hvers sem er að eigin fagi. Listar, tré og net eru um það bil eina uppfinning tölvunarfræðinnar, annað kemur úr öðrum fögum. Ég mæli með Python. Auðvelt að setja upp á hvaða vél sem er, easy to learn, hard to master.

Uppfærum menntakerfið i takt við tækniþróun

En ég tek samt undir með þér bjalla að fjármálalæsi skiptir verulega miklu máli ásamt því að kenna börnum að tileinka sér slökun og jákvæðni :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information