Gera útskot fyrir Strætó sem stoppar við H.Í.við Hringbraut.

Gera útskot fyrir Strætó sem stoppar við H.Í.við Hringbraut.

Points

mætti útbúa útskot í horni Hljómskálagarðar 50 metrum austar og setja síðan undirgöng þaðan undir Hringbrautina í átt að Þjóðminjasafni (kæmi upp við stoppistöð við Félagsstofnunina gömlu).

Í austurátt er það vel mögulegt, minnka bílastæðið hjá Þjóðminjasafninu/Félagsst. stúdenta. En í vesturátt er málið aðeins verra, húsin eru alveg við götuna, og ekki svo auðvelt að færa þau. Það eina sem mér dettur í hug, er að leyfa vagninum að sveigja aðeins inn í Tjarnargötuna og stoppa þar, þá lokast að sjálfsögðu aðkoma að henni rétt á meðan.

Hef heyrt úr borgarkerfinu að þar á bæ vilji menn halda í gönguljós og strætóstoppistöð óbreytt því að það "dragi úr umferðarhraða á Melatorgi". Þetta veldur hins vegar verulegum umferðarteppum á álagstímum og bílaröðin nær frá stoppistöð og inn í Melatorg og bílar sem koma af Suðurgötu úr suðri komast seint og illa inn í torgið. Útskot fyrir strætó og síðan undirgöng frá sama stað og sem kæmu upp í horni Hljómskálagarðar við Bjarkargötu væri mikil bót og yki öryggi gangandi og hjólandi.

Þegar strætó stoppar við Háskóla Íslands þá neyðist hann til að stoppa á ystu akrein til þess að hleypa fólki inn og út um vagninn. Þegar hann stoppar þá stoppar öll umferð einnig. Þegar hann er á leið sinni í austur þá gerist það oft á háannatímum að umferðarteppan nær alla leið inn í hringtorgið sem eykur hættu í umferðinni. Sama á við þegar hann er á leiðinni í vesturátt. Þarna þarf útskot fyrir vagnana svo að bæði viðskiptavinir strætó og akandi vegfarendur njóti góðs af.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information