Nú á að flokka allstaðar og það er vel. Hitt er verra að margir innflytjendur skilja ekki íslensku og sumir þekkja ekki hugtakið flokkun sorps. Borgin þarf að finna leið til að kynna þetta betur fyrir þeim sem ekki tala íslensku. Til dæmis með myndum.
Það er ekki sanngjarnt að setja þá skyldu á aðra íbúa - að þurfa að útskýra flokkun sorps fyrir fólki sem ekki kann málið. Það er borgarinnar að koma upplýsingum á framfæri á skiljanlegan máta fyrir alla - hvaða mál sem þeir tala.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation