Útikennslustofa/útieldunarstæði á Ægissíðu

Útikennslustofa/útieldunarstæði á Ægissíðu

Útikennslustofa/útieldunarstæði á Ægissíðu

Points

Íbúum sem og skóla-og frístundastarfi í Vesturbæ vantar aðstöðu fyrir uppbyggilega útivist, hvort sem það er til formlegs- eða óformlegsnáms eða bara tómstundaiðkunar. Pælingin mín er sú að fara svipaða leið og farið var upp í Grafarholti þar sem íbúarnir fengur þá hugmynd að gera í sameiningu útivistarsvæði við Reynisvatn. Ég sé fyrir mér að borgin mundi fjármagna slíka aðstöðu og Frostaskjól gæti haldið utan um þetta verkefni í samstarfi Hagaskóla ásamt, öðrum grunn- og leikskólum í Vesturbæ.

Hér má vísa í þær tillögur sem komið hafa fram um betri nýtingu Grímsstaðavarar. Það væri mikil lyftistöng fyrir Ægisíðuna ef grásleppuskúrarnir væru lagfærðir eða jafnvel endurreistir í upprunalegri mynd en þá með meira notagildi. Einhverja skúra mætti nota sem aðstöðu til kennslu í náttúrufræði. Önnur hugmynd væri að nýta einn skúr sem sturtuaðstöðu fyrir sjósundsfólk. Meginhugmyndin er þó að ásýnd Grímsstaðavarar fái að halda sér en fái notagildi með uppfærslu / endurreisn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information