Litla strætisvagna innan hverfa, stóra vagna á milli hverfa

Litla strætisvagna innan hverfa, stóra vagna á milli hverfa

Af hverju þarf maður að fara i gegnum fullt af hverfum þegar maður þarf bara að komast frá A-Ö? Hví ekki að taka bara hverfisvagninn niður á skiptistöðina þar sem þú tekur stóra vagninn á aðra slíka stöð með örfáum stoppum á leiðinni. Þaðan gæti maður svo tekið annan lítinn vagn sem keyrði um það hverfi ef þess þyrfti. Með þessu móti gætum við fengið tíðari ferðir, styttri ferðatíma og allir yrðu ánægðir. Gæti trúað að þetta væri einnig betra fyrir umhverfið.

Points

Með þessu fyrirkomulagi væri hægt að fara fleiri hringi innan hverfisins á minni vögnum sem sennilega kostar minna að reka auk þess sem þeir eru ekki eins fyrirferðamiklir á götum hverfanna, sem eru ekki alltaf gerðar fyrir stór farartæki. Stóru vagnarnir færu einnig fleiri ferðir þar sem þeir færu bara á milli stóru stöðvanna og þyrftu þ.a.l. ekki að vera að þræða hverfin. Þannig þyrfti maður ekki að fara krókaleiðir þegar áfangastaðurinn er skýr og ferðatíminn styttist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information