Selja strætómiða í Borgarbókasafni - aðalsafni

Selja strætómiða í Borgarbókasafni - aðalsafni

Það er hvergi hægt að kaupa strætómiða í neðri hluta miðbæjarins. Það væri tilvalið að selja miða í aðalsafni Borgarbókasafns fyrir þá sem taka stundum strætó en eiga ekki leið um Hlemm og geta því ekki keypt miða þar.

Points

Þetta ætti að vera einfalt, ódýrt og hvetja til notkunar á almenningssamgöngum. Það er þegar starfsfólk og peningakassar á bókasafninu svo það væri mjög einfalt að koma þessu í framkvæmd. Það gæti jafnvel verið sniðugt að selja strætómiða á fleiri bókasöfnum.

Einhvers staðar las ég að stjórn strætó vildi ekki fjölga sölustöðum, út af kostnaði. Sel það ekki dýrar en ég keypi. En ég get ekki ímyndað mér að það sé mikill kostnaður fólginn í að vera með kassa með kortum og stimplum í einni skúffunni. Þeir þurfa að útskýra þetta nánar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information