Ruslatunnur á hitaveitustokkinnn í smáíbúarhverfinu

Ruslatunnur á hitaveitustokkinnn í smáíbúarhverfinu

Ruslatunnur á hitaveitustokkinnn í smáíbúarhverfinu

Points

Ég hef tekið eftir því að á Sogaveginum eru alls 3 ruslatunnur, engin í Langagerði, 2 ruslatunnur á langri leið hitaveitustokksins í smáíbúðarhverfinu, allt frá Sogavegi að Grensásvegi. Þarna eru oft hundaeigendur í labbitúr með hundana sína. Sumir hundaeigendur þrífa ekki upp eftir hundana sína. Þetta getur valdið óþrifnaði og smithættu. Í Danmörku t.d. eru litlir pokastandar áfastir ljósstaurum og ruslatunnum þar sem hundaeigendur geta gengið beint að pokum og hent í ruslið.

Þar sem gangstígar koma upp að stokknum ( uppúr Bakkagerði, Teigagerði og Breiðagerðisskóla ) væri tilvalið að hafa staur með tunnum/döllum. Og þegar hreinsunardeildin er að taka rusl frá Hæðargarðinum, eru það nokkur skref í viðbót fyrir þá að tæma þessar tunnur líka.

Ég man svo langt aftur í tímann að það voru ruslafötur á stokknum, á þeim stöðum þar sem hann er breiðastur, ég held að staurarnir séu sumir þar ennþá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information