Borgin beiti sauðfé á skógarkerfilsbreiður

Borgin beiti sauðfé á skógarkerfilsbreiður

Til að stemma stigu við útbreiðslu kerfils fái borgin sauðfé að láni hjá sauðfjáreigendum í borginni til að beita á kerfilinn. Til að mynda þeim sem halda fé sitt í fjár- og hesthúsahverfinu Fjárborg. Þekkt er að sauðfé heldur kerfli í skefjum, mun betur en sláttur. Sauðfjárbeit á grænum svæðum innan borgarmarka er þekkt til að mynda í Svíþjóð, og gefur það borgum hlýlegan blæ.

Points

Kerfill er ágeng tegund, og breiður af honum eru auðkenndar af tegundafæð. Það hefur sýnt sig á Stykkishólmi að sláttur á kerfli er ekki jafn árangursríkur og vonast var til. Því má hugsanlega spara mannafl með því að beita sauðfé á kerfil innan borgarmarka Reykjavíkur. Að auki væri augnayndi að sauðfjárbeit innan borgarmarkanna. Hún myndi auka á sérstöðu Reykjavíkur miðað við aðrar höfuðborgir frá sjónarhóli ferðamanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information