Kaffihús í Hlíðarnar

Kaffihús í Hlíðarnar

Það vantar kaffihús í Hlíðarnar. Á Kjarvalsstöðum er reyndar kaffihús en það er bara alltaf lokað þegar fólk er í vinnu. Afskaplega væri ljúft að geta gengið að þessu eða öðru kaffihúsi í Hlíðunum opnu síðdegis eða á kvöldin a.m.k. einhverja daga í viku.

Points

Oft er bent á að nota megi Klambratún betur en nú er gert, oft er horft til barna og fjölskyldufólks í þessu sambandi og er það vel. En hvað með alla hina sem langar að geta sest niður á kaffihúsi, drukkið sitt latte og spjallað við fólk án þess að þurfa að fara niður í Miðbæ. Það er löngu kominn tími á alvöru kaffihús í Hlíðunum. Og betri nýtingu á Kjarvalsstaði og Klambratún. Bættu aðgengi að þessum stöðum utan vinnutíma hins sauðsvarta almúga!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information