Alvöru húsaleigukerfi í Reykjavík

Alvöru húsaleigukerfi í Reykjavík

Alvöru húsaleigukerfi í Reykjavík

Points

Núverandi ástand á leigumarkaði er grafalvarlegt. Það er of dýrt að kaupa en það er ennþá dýrara að leigja. Margir íbúðaeigendur neyðast til að setja ofurprísa á leigu svo hún standi undir kostnaði. Aðrir leigusalar nýta sér ástandið og leggja himinn hátt á leiguverðið. Frjáls leigumarkaður hefur sýnt að hann gengur ekki upp. Nú þurfa sveitarfélög að stíga inn í og styðja við hálfopinbert leigukerfi þar sem leiga er á kostnaðarverði. Ég óska eftir umræðu. Ég óska eftir tillögum.

Það væri auðvitað frábært framtak að koma svona upplýsingum á netið!

Bendi á að þegar hefur verið samþykkt tillaga í þessa veru í Borgarstjórn Reykjavíkur. Mikill stuðningur við þessa hugmynd hér er þó mikilvægur enda er ekki nóg að samþykkja að vinna húsnæðisstefnu. Það þarf að gera stefnu og vinna eftir henni. 2.11.2010 - - Borgarstjórn - Borgarstjórn B O R G A R S T J Ó R N ---------------------------------------- Þetta gerðist: 1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar: Borgarstjórn samþykkir að unnin verði húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar til 2020 og aðgerðaáætlun til að tryggja að stefnan nái fram. Meginmarkmiðið verði fjölbreyttur, sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggi öllum öruggt þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Í því skyni verði þau umskipti sem orðið hafa á húsnæðis-, fjármála- og lánamarkaði greind og lagt mat á áhrif þeirra á þróun húsnæðismála næstu ár. Skilyrði fyrir uppbyggingu öflugs og almenns leigumarkaðar verði skilgreind og hvernig styðja megi kröftuglega við þróun hans með aðkomu ríkis, sveitarfélaga, lífeyrissjóða og einkaaðila. Tillögur verði gerðar að því hvernig tryggja megi félagslegan fjölbreytileika í hverfum og sérstaklega verði hugað að hvernig tryggja megi framboð af ódýru og öruggu húsnæði til leigu eða kaups fyrir núverandi og næstu kynslóðir ungs fólks. Hugað verði sérstaklega að búsetuúrræðum aldraðra og hópa sem þurfa sérstakan stuðning, þannig að fólk geti búið heima með aðstoð, taki það ákvörðun um það. Sérstaklega verði fjallað um hlutverk og framtíðarsýn Félagsbústaða hf. og það skoðað hvort þeir geti orðið hluti af stærra húsnæðissamvinnu- og búseturéttarfélagi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við mótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar verði horft til stefnumótunar ríkisstjórnarinnar sem nú er í undirbúningi og unnið að því að hún taki mið af þörfum borgarbúa og borgarsamfélagsins. Greinargerð fylgir tillögunni. Tillagan er samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

Um að gera að kynna þessa tillögu sem mest og þrýsta á að ný og betri húsnæðisstefna með virkum húsaleigumarkaði komist sem fyrst í gagnið.

Húsnæðiskerfi sem vantar

Öruggan leigumarkað í Reykjavík

Og mikilvægt að viðhorf borgaranna komi fram.

Flott hugmynd hjá Smára! Árni Viðar > það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að halda uppi íbúðarverði fyrir þá sem að skuldsettu sig um of > á ég þá semsagt að rýra mín lífsgæði og kaupa á uppsprengdu verði? þessutan er fólk alveg jafn tæknilega gjaldþrota hvort sem það skuldar 110 prósent eða 200!

Alvöru húsaleigukerfi í Reykjavík

Það væri kannski fyrsta skref að ríkisstjórn og samkeppnisyfirvöld myndu kynna sér hvernig íbúðarlánasjóður og bankarnir standa að málum þessa daga. Eiga hundruði ef ekki þúsundir íbúða sem þeir halda frá sölu og leigumarkaði til að halda uppi íbúðarverði og leiguverði.

Já Hallgrímur, eins mikið og það væri nú gaman að fá þær íbúðir á markaðinn, þá myndi það þýða að fólkið sem á íbúðir í dag og er í vandræðum myndi endanlega fara á hausinn þegar íbúðarverðið myndi hrynja og lánin standa í 200% af raunvirði.

Takk fyrir stuðninginn.

Fyrsta skrefið í þessu hlýtur að vera aukning á gagnsæi. Ef að Fasteignamat ríkisins myndi gefa út hitakort og viðmiðunartölur sem sýndu brunabótamat húsa deilt með fermetrafjölda gæti fólk strax fengið hugmynd um ásættanlegt leiguverð. (Ég reyndar nennti ekki að bíða eftir að FMR fengi þá flugu í hausinn að gera þetta og gerði megnið af þessu sjálfur ásamt vini mínum.. þyrfti bara nokkra klukkutíma til að klára þetta og setja á netið í kortaformi með allskyns aukagögnum, lýsigögnum og þessháttar.)

Þú fyrirgefur Hallgrímur, en það er ekki hægt að setja samasem merki á milli þess að íbúðir séu yfirveðsettar og að fólk hafi skuldsett sig um of. Ég þekki fólk sem borgaði 15 milljónir inn á 40 milljóna hús, og það hús er í dag yfirveðsett. Ég er ekki að segja að það sé neitt sanngjarnt við það að halda íbúðarverði háu, en það væru hrein og klár mannréttindabrot að fella verðið svo mikið að restin af húsnæðiseigendum landsins, sem eru þó búnir að berjast í bökkum frá falli, missi húsnæðið sitt. Þessi lækkun þarf að koma fram hægt og rólega, í samvinnu við lánastofnanir sem verða að hundskast til þess að hjálpa fólkinu sem er að lenda á götunni. Ég sé ekki fram á að ég muni hafa efni á að kaupa mér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir 10-15 ár, sem er HÖRMUNG, en ég óska þess samt ekki að aðrir lendi á götunni fyrir mig.

Jah, er ekki þessi síða einmitt til þess að ræða hlutina? :) Við erum alveg sammála í megin atriðum, og mér finnst skítt að koma frá Akureyri þar sem laun dugðu fyrir lífinu og þar átti ég íbúð fyrir kreppu, og koma til Reykjavíkur þar sem það er varla að TVENN laun dugi fyrir lífinu og ekki nokkur einasta leið til að maður geti keypt sér eign. Þetta er alveg jafn mikið fyrri stjórnsýslu borgarinnar að kenna eins og fyrri stjórnsýslu landsins. En ef við færum okkur aðeins inn á upphaflega umræðuefnið, þá er mín skoðun sú að Borgin eigi að byggja og/eða kaupa stórar blokkir sem eru mestmegnis frekar litlar og ódýrar, en vel útbúnar íbúðir, og leigja þær út án hagnaðar. Það þarf að vinda ofan af þeirri geðbilun sem orðin er í íbúðahönnun í dag (til dæmis það að hvert barn þurfi 12m² herbergi) og fólk þarf bara að læra að sætta sig við að vera í íbúðum sem DUGA. Öll umsýslan í kringum svona kerfi myndi þurfa 3-4 starfsmenn í fullu starfi, þannig að peningasóun í utanumhald væri í lágmarki. Húsaleigubótakerfið væri tekið beint inn í þetta og þeir sem myndu búa þarna fengju íbúðirnar í raun bara ódýrari en engar bætur. Þetta væri langtímaleigukerfi og leigjandi ætti alltaf forgang á að endurleigja íbúðina eftir hvert tímabil, svo fremi sem hann hafi staðið sig í greiðslum og farið vel með húsnæðið. Búseti er sniðugt fyrirkomulag, en það er bara alltof lítið til af íbúðum sem er hægt að leigja innan svona 'verndaðs' kerfis. Ég er einn, með mínar skuldir og bíldruslu og svona eins og gengur og gerist, og ég á bara ekki séns á að borga 120.000 á mánuði í leigu, plús hita og rafmagn og tryggingar og....

Já neinei, það mætti aldrei meina fólki aðgangi að íbúðunum á grundvelli tekna. Kannski í mesta lagi að viðhalda núverandi kerfi að húsaleigubæturnar séu tekjutengdar, en ekki meira en það. Húsaleigubæturnar eru svo alveg sér rifrildi ;)

Jújú við erum mikið til sammála Árni Viðar enda tæpast hægt að segja að við séum í eh rifrildi hérna:) Já ég get alveg stutt þessa hugmynd varðandi leiguíbúðir en ég get hinsvegar ekki fellt mig við að það ætti að vera á eh félagslegum forsendum eins og hingað til. Ég hef haft ágætis tekjur hingað til og ávalt haft vinnu og finnst það mismunun ef að ég ætti ekki kost á húsnæði sökum þess að ég hefði of háar tekjur etc. Húslaleigukerfi sem þetta þyrfti að vera hafið yfir alla mismunun en þó gæta fyllsta réttlætis.

Bæði Ríki og Borg hafa unnið að stefnumörkun í þessum málum. Fleiri aðilar eru að skoða málin. Það verður spennandi að sjá hvað gerist svo.

Takk fyrir þessar upplýsingar Ingibjörg. Það er gott að vita að þessi mál eru þegar komin í farveg. Og þá er bara að halda uppi þrýstingnum eins og þú segir og styðja þessa hugmynd hér. Takk fyrir þinn stuðning!

Alvöru leigurmarkaður.

Leigumarkaðurinn er í rúst

Fjölgum valkostum í húsnæðismálum!

Sammála, enda tala ég um "hálfopinbert". T.d. að borgin myndi ýta undir slíkt með t.d. að skilyrða lóðakaup eða veita ívilnanir gegn því að húsaeigendur leigðu út íbúðir inni í kerfi þar sem tiltekið gróðahámark er sett.

Húsaleigumarkaður hefur verið vanræktur í marga áratugi. Vantar mun fleiri búsetuform, t.d. sameignarfélög, búsetafélög, einkarekinn húsaleigufyrirtæki. Það leigja fáir út húsnæði sitt nema til skamms tíma. Lagaumgjörðin er slöpp. Það þýðir samt ekki að við eigum að grípa til þess að láta borgina eiga og leigja út húsnæði til stórs hluta Reykvíkinga. Flestir eiga nóg með að greiða sitt eigið húsnæði án þess að þeir þurfi að greiða fyrir húsnæði annarra.

Sammála hugmyndinni. Það er borgarstjórn líka. 2.11.2010 samþykkti hún tillögu meirihlustans um að gerð yrði húsnæðisstefna og þróað húsaleigukerfi í borginni. Nú er að athuga hversu langt sú vinna er komin og þrýsta á að þróun í átt til fjölbreyttara húsnæðiskerfis verði að veruleika.

Borgin á að reka lögbundna þjónustu fyrir skattfé, borginn á að bjóða upp á þjónustu sem notendur greiða að fullu fyrir. Borginn má ekki og á ekki að vera með rekstur á frjálsum markaði eða í samkeppni við einkaaðila það eru lögbrot.

Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn fyrir þessar samræður okkar. En þú veist að bankarnir munu ekki koma til með að hjálpa fólki neitt > það er ekki þeirra eðli!. > Eina raunhæfa leiðin var að nýta þessar afskriftir sem þeim var ætlað að nota þegar þeir fengu lánasöfn gömlu bankana á góðum afslætti. Talandi um mannréttindabrot þá er það mannréttindabrot og verið að rýra mín lífsgæði ef það er verið að ætlast til að ég kaupi húsnæði á 30% yfirverði sökum þess að það sé verið að gæta hagsmuna annarra. Eru mínir hagsmunir þar með sagt minni og ómerkilegri en þeirra. Getum örugglega verið sammála um það Árni Viðar að eitthvað þarf að gera og helst eh róttækt! kveðja

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information