hringtorg á gatnamótum sæbrautar

hringtorg á gatnamótum sæbrautar

Hvað viltu láta gera? Fjarlægja umferðar ljós á öllum gatnamótum sæbrautar. Byrja á gatnamótum kringlumýrarbrautar fram að gatnamótum Bústaðavegs. Hvers vegna viltu láta gera það? Það sér hver heilvita maður að flest þessi umferðar ljós tefja bara umferð og í flestum tilfellum þegar stöðvað er við gatnamót dalbraut, Langholtsveg, sundagarða, klettagarða, laugarnesvegar og kirkjusandi þá er eingin umferð að koma frá þessum vegum. Hringtorg hafa reynst mjög vel í löndum í kringum okkur. Sæbrautin er lífæð umferðar á höfuðborgarsvæðinu og það ætti að takmarka tafir eins mikið og mögulegt er. Þar að auki að fjarlægja þessar tafir er umhverfis vænt Þar sem brennsla bifreiðar minnkar í kjölfarið.

Points

Stið það! Myndi sjálfsagt minnka umferðartöf.

Þar sem hringtorgamenning á Íslandi er ekki til fyrirmyndar get ég ekki stutt þetta. Reglan virðist vera að sá sem kemur hraðast inná hringtorgið eigi réttinn, á meðan hinir bíða. Gæti leitt af sér langar biðraðir á götum sem liggja inn á Sæbrautina, á meðan Sæbrautarumferðin þýtur í gegn, sbr. hringtorgin á leið upp í Mosfellsbæ.

Umferða í STOKK.Griðaleg umferð stóra flutningabíla.Stórhættuleg gatnamót.

Hringtorgin á leið upp í mosfellsbæ hafa reynst mjög vel og þ.a.l. minnkað umferðartafir og mengun til muna. Ef sömu reglu væri gætt þar eins og er á sæbrautinni að vera með umferðarljós á öllum gatnamótum þá liggur það augum uppi að umferðartöf til mosfellsbæjar væri mun meiri. Sú umferð sem kemur frá gatnamótum dalbraut, Langholtsveg, sundagarða, klettagarða, laugarnesvegar og kirkjusandi er það lítil að hættan á að mikil töf eða röð myndist þar er ekki mikil miðað við umferðarþunga.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information