Þrengingar við gangbrautir á Hjarðarhaga

Þrengingar við gangbrautir á Hjarðarhaga

Points

Umferðarhraði á Hjarðarhaga er allt of mikill. Við götuna býr mikið af barnafjölskyldum og leita börnin eðlilega eftir því að leika við börn sem búa hinum megin við götuna. Það er hins vegar ekki spurning um hvort, heldur hvenær verður slys, enda eru engar þrengingar við gangbrautir yfir götuna. Mörg dæmi eru um að tekið sé fram úr bílum sem stöðvað hafa við gangbrautir til þess að hleypa börnum yfir. Hættan af þessu er augljós. Þörf er á þrengingum við gangbrautir við götuna strax.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information