Það er nauðsynlegt að bæta lýsingu við göngubrúnna yfir Miklubraut hjá Kringlunni. Þar er nú bara einn ljósastaur (sem vantar þar að auki peru í) en jafnvel þegar hann er í lagi er þarna mjög dimmt á vetrum. Það er óheppilegt þar sem þarna er mikil umferð gangandi vegfarenda allan daginn allt árið um kring. Það er vont að sjá hvort það sé hálka eða annað sem þarf að vara sig á við núverandi aðstæður. Þarna er oft mikið af eldri borgurum á ferðinni og því mikilvægt að koma í veg fyrir slys.
Þetta er ekki dýr framkvæmd en bætir öryggi fyrir gangandi vegfarendur á gönguleið sem er mikið notuð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation