Botnlangabólga í Hlíðunum

Botnlangabólga í Hlíðunum

Opna ætti Skaftahlíð og Bólstaðarhlíð aftur fyrir fjölbreyttri umferð—bíla, hjóla, og jafnvel almenningssamgangna, til þess að og koma til móts við alla—eldri borgara, hjólreiðafólk og fótgangandi. Nú eru þessar götur dauflegir botnlangar og ekki svipur hjá sjón. Auðvelt er að ímynda sér þéttingarstemningu nútímans, að öll takmörkun umferðar sé jákvæð. En hvert fara bílarnir? Á aðrar stofnbrautir. Og á meðan safna þessar götur svifryki.

Points

Ég ólst upp í Úthlíð og Skaftahlíð á tíunda áratugnum og ég sakna þess borgarbragar sem eitt sinn var í hverfinu, þegar þar voru tvær þrjár kjörbúðir, tvær í Húsi Meistaranna í Skipholti 70 og ein í gamla Lídó í Skaftahlíð. Þá gékk ásinn niður Bólstaðarhlíð, og margir Strætisvagnar upp og niður Háteigsveg. Það var meira af fólki á götunum, og samfélagið var fjölbreyttara. Nú er búið að breyta þessu í svefnhverfi fyrir bílafólk sem hugsar ekki um annað en bakgarðinn sinn og bílastæðin sín.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information