Hættum að niðurgreiða fyrir erl. ferðamenn í sund.

Hættum að niðurgreiða fyrir erl. ferðamenn í sund.

Points

Fara bara alla leið og rukka alla sem hafa ekki íslenska kennitölu um 2500 krónur, Og þeir sem ekki eru með lögheimili í Reykjavík þá bara 1500 og rest fær á 50 krónur. Þetta er asnalegt mismunun, eins og Bláa lónið stendur fyrir með "íslendingaafslættina" sína.

Sanngjarnar tekjur af sundstöðum. Frá maí til september koma ca. 400 þús. erlendir ferðamenn til Reykjavíkur. Margir af þeim fara í sund. Ef við hækkuðum stakt gjald í sund, úr 450 kr. í 1000 kr. þá fengum við 160 milljónir kr. í auknar tekur m.v. að 300.000 erl. ferðamenn færu einu sinni í sund. Fyrir okkur sem stundum sundlaugarnar þá skiptir verð á stökum miða ekki máli. Þar sem við kaupum okkur 10 miða, 1/2 árs eða heils árs kort.

Gjaldið er of hátt nú þegar fyrir okkur fólkið sem fer ekki oft í sund nema á sumrin, ég fæ illt í veskið að borga 500 krónur til þess að komast í smá sundsprett. Finnst það bara hundfúlt að ég geti ekki sólað mig í nýja bikiniíinu mínu og skellt mér í gott sund út af því ég á ekki pening. Ég er kannski bara einn fátækur námsmaður en við erum mörg sem erum í þeirri stöðu. Alls ekki hækka verðið í sund, frekar lækka takk!

Er sú stemning sem hér er verið að mæla með, þ.e. mismunandi gjaldskrá eftir þjóðerni, það sem við Íslendingar viljum að mæti okkur þegar við ferðumst út fyrir landssteinana? Fyrir mína parta þá tel ég svo ekki vera og vona að við tökum ekki upp á einhverju svona. Ef menn vilja ekki niðurgreiða þjónustu á borð við sundlaugar þá þurfa barasta allir að borga fullt verð, ekki bara sumir.

Ég vil geta farið í sund hvar sem er á landinu - en ég vil ekki þurfa að kaupa 20 mismunandi klippikort til að geta gert það á sanngjörnu verði.

Hvað með fólk sem fer ekki oft í sundlaugar? Mér finnst fínt að fara stundum í sundlaugar í öðrum sveitafélögum en myndi aldrei gera það ef það kostaði 1000 krónur fyrir hvern einstakling! Það er fullt af íslenskum ferðamönnum sem fara í sund í Reykjavík en myndi ekki gera það ef þeir þyrftu að kaupa kort eða miðaspjald til þess.

Það kostar 950 í sund.. er það ekki bara alveg nóg?

Bláa Lónið er ekki með „íslendingaafslætti“. Allir geta orðið klúbbmeðlimir og fengið þannig ódýrar ofan í.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information