Stækkun Tjarnarhólmans

Stækkun Tjarnarhólmans

Hugmyndin gengur útá að stækka Tjarnarhólmann - nyrðri hólma tjarnarinnar (þann sem er nær Ráðhúsinu). Markmið stækkunarinnar væri tvíþætt; Að að skapa kjöraðstæður til hreiðurgerðar fyrir fugla sem halda sig við tjörnina og þannig styrkja fuglalíf og fjölbreyttni þessarar náttúruperlu, og hins vegar til að skapa grænt svæði í miðborginni - í miðju hólmans væri plantað háum trjám sem væru sýnileg frá bakka tjarnarinnar og myndu breyta töluvert ásýnd tjarnarinnar og svæðisins alls.

Points

Verndun fuglalífs, grænt svæði í miðborgina, bætir ásýnd miðbæjarins, tengir nýtt vatnsverndarsvæði Vatnsmýrarinnar við miðborgina. Fjölbreyttni fuglalífs við tjörnina er á undanhaldi - með því að skapa kjöraðstæður fyrir fugla í Tjarnarhólmanum með sefi, vaðtjörnum fyrir fugla og lágum gróðri spornum við gegn þeirri þróun. Að hafa græn svæði fyrir augunum minkar streytu og eykur lífsgæði. Nýji Tjarnarhólminn myndi skrýðast háum trjám í bland við lægri gróður og þannig vera sýnilegur víða að.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information