Hjólagrindur

Hjólagrindur

Hjólagrindur

Points

Með aukinni hjólaumferð þarf fleiri hjólagrindur á fjölfarna staði, t.d. í miðbæinn og við verslunarmiðstöðvar. Það eru t.d. fáir staðir í miðbænum til að skilja hjól eftir nema þá einna helst að læsa þeim við næsta ljósastaur.

Það skiptir líka máli hvers konar hjǽolagrindur þetta séu. Mikilvægast sé að hægt verði að lædsa stellinu að einhverju, og án þess að maður þurfi að vera með risastóran lás. Sheifield-bogarnir úr grænum stálrörum sem borgin hafa sett upp eru til dæmis ágætar. (Hjólastandar sem bara "grípa" um gjarðirnar ekki. Köllum þá stundum gjarðabanar. Ef hjólið dettur, vegna roks eða að einhver rekur sér í er gjörðin ónýtur. )

Harpa er gott dæmi. Hún kostaði 30 milljarða, bara bílastæðin kostuðu 3 milljarða en þangað inn má ekki fara með hjólin. Bilastæðaverðir hafa vísað fólki út með hjólin og þar eru bara málmgrindur sem rispa hjól til að læsa við. Sjá nánar hér: http://blogg.smugan.is/hjolablogg/2011/10/20/er-folk-velkomid-i-horpu-a-hjolum/

Ódýrt í framkvæmd og styður ódýran og hollustusamlegan ferðamáta. Í sjálfu sér ekki hægt að týna til nein rök á móti!

Ég er virkilega sammála þessu og hef oft velt fyrir mér hver hanni hjólagrindurnar sem eru í notkun, t.d. við HÍ. Tvö hjól komast þar varla hlið við hlið og ef vel á að vera þarf að skilja eina grind auða á milli hjóla. Ég er mjög góðu vön frá Finnlandi þar sem hjólagrindurnar voru með þaki og einmitt "engir gjarðabanar". Hér er eitt dæmi um slíka en margar útfærslur voru um alla Oulu-borg http://www.flickr.com/photos/ante10pe/145730323/in/photostream

að sjálfsögðu endalausar upplýsingar um betri grindur eru til á vef fjallahjólaklúbbsins

Mjög þarft. Þegar maður læsir hjól við næsta ljósastaur er maður líka oft að hefta umferð barnavagna á mjóu gangstéttunum niður í miðbæ t.d.

Augljóst. Ódýrt. Bætir borgina.

Venjulegar hjólagrindur fara mjög illa með dekkjabúnað reiðhjóla (beygja gjarðirnar), og einnig er erfitt að læsa hjóli almennilega við þær. Ég er algjörlega sammála því að það vantar fleiri staði til að taka við hjólunum, en hvort það ættu að vera hjólagrindur er ég ekki alveg sannfærður um.

Algerlega nauðsynlegt. Tek þó undir með Árna Viðari að grindurnar þurfa að vera vel valdar. Ég neita að setja fákana mína í gjarðarbana.

Fleiri hjólagrindur væru skýr og góð skilaboð borgaryfirvalda til þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið sem samgöngutæki. Hjólagrindur þurfa að vera við alla skóla og leikskóla og hjá öllum stofnunum borgarinnar. Einnig þyrfti að koma hjólagrindum fyrir í bílastæðahúsum borgarinnar.

Ég er sammála því að það vantar fleiri staði til að geta skilið við hjól á öruggari hátt, þ.e. læstum við hjólagrindur því að ég og sjálfsagt fleiri hef oft ekki þorað að skilja hjól eftir utan við verslanir og víðar í bænum vegna hræðslu um þjófnað og þetta dregur úr líkum á að ég nýti hjólið eins og ég vildi og gæti annars. Hjólreiðar eru hollar (útivist og hreyfing), hjól taka minna pláss en bílar og reiðhjólum fylgir engin mengun.

Borgin hvetji fyrirtæki til að koma upp hjólagrindum fyrir sem víðast og með góðri staðsettningu. Grindurnar þurfa að vera góðar, ekki þessar sem begla gjarðirnar. Borgin gæti útvegað góðar hjólvænar grindur á vægu verði og sett þær upp fyrir lágmarks kostnað. Allt of oft sér maður lélegar hjólagrindur settar upp í skúmaskotum þar sem enginn vill geyma hjólin sín. Tvö bílastæði geta alveg rúmað 10-15 hjól.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information