Bæta lýsingu í Grasagarðinum og á göngustígum í Laugardalnum og við Langholtsskóla.
Ég er íbúi í Vogahverfi Reykjavíkur, 104 rvk. Dóttir mín æfir skauta í Laugardalnum og einu sinni í viku hjólar hún heim kl.18.30. Nú er farið að dimma meira og hún er hætt að geta hjólað útaf lélegri lýsingu á gangbrautunum sem hún hjólar eftir. Þetta er auðvitað stórhættulegt og skammarlegt að ekki skuli vera góð lýsing á svo fjölfarni leið, en hún er að hjóla framhjá húsdýragarðinum og í gegnum grasagarðinn. Þessu væri auðvelt að kippa í liðinni og myndi eflaust gleðja marga!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation