Bæta aðstöðu hjólreiðarfólks í miðbænum

Bæta aðstöðu hjólreiðarfólks í miðbænum

Bæta aðstöðu hjólreiðarfólks í miðbænum

Points

Í dag er mjög erfitt að komast á hjóli frá Lækjartorgi upp á Hlemm. Ekki er hægt að fara upp Laugarveg og Hverfisgatan er í dag stórhættuleg fyrir hjólreiðafólk. Legg til að aðgengi gangandi og hjólreiðafólks verði bætt t.d. með hjólareiðastíg við Hverfisgötu.

Það er bannað að hjóla á göngustígnum, allavega að hluta sbr. merkingu þess efnis t.d. í Bankastræti. Þá er ekki hægt að hjóla á móti umferð. Það er mjög erfitt að hjóla innan um alla gangandi vegfarendurnar. Þetta er nánast ógerningur.

Það verður þá að gera þetta almennilega, Ekki með hangandi hendi og bullandi drullumixi. En hversvegna segirðu að þú getir ekki farið upp laugarveginn?

Það eru fleiri svæði sem mætti tengja betur saman í miðborginni með hjólandi í huga. Til dæmis mætti skoða betur hvernig línan frá Hverfisgötu að Vesturgötu tengist og nýta betur Vesturgötuna fyrir hjól. Þá er Lækjargatan ekki vinsamleg hjólafólki, né Fríkirkjuvegurinn. En ættu að vera frekar eðlilegar leiðir fyrir hjólandi.

Jú jú svo er það nú. Við gætum gert það með því að endurskoða Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Það má útvíkka þetta og leggja korterskortið sem viðmið. Taka og rýna allt nesið vestan Elliðaáa?

Það eru ýkjur að segja að Hverfisgatan sé stórhættuleg fyrir hjólreiðafólk. Þetta er ein af þeim götum þar sem bílaumferðin er það hæg að það er ekkert mál að hjóla á henni alla leið. Það geri ég allavega. Ég er hins vegar fylgjandi því að það verði gert mögulegt að hjóla upp Laugaveginn, það er mun skemmtilegri gata.

Tek undir, Hinrik ! Fyrir þá sem vilja öðlast auknu sjálfstrausti (og traust á því að bílstjórar vilja ekki keyra mann niður ) er upplagt að kynna sér Hjólafærni. Þetta er ekki sett fram sem lausn, og síst handa öllum hópum, en getur hjálpað núverenadi hjólreiðamenn með því að fjölga möguleikum og greiðfærni til samgangna. Á laugardagsmorgnum í haust hefur verið farið í Hjólafærni-ferðir um borgina. http://lhm.is/lhm/frettir/733-laugardagsferdir-lhm-i-vetur Verður gert næst n.k. laugardag, 26. nóvember kl. 10 (10:15) frá Hlemmi, og þá í síðasta skiptið fyrir jól. Verður etv með aðeins öðruvísi sniði vegna þess að lögreglustjóri ætlar sér að mæta og hjóla með okkur (ef veður er fýsilegt) Svo er hægt að lesa sér til um þetta eða fá persónuleg leiðsögn hjá Árna Davíðssyni eða Sesselju Traustadóttur(kostar nokkra þúsundkalla).

Þessi hugmynd var of almenn sem sést best á svarinu, það þarf að díla við þetta á verkefna basis. Td. Segja nákvæmlega hvað þarf að gerast á Fríkirkjuvegi; "Taka aðra gangstéttina á Fríkirkjuvegi undir hjólaleið", borgarstarfsmenn eru mjög góðir í að afreiða svona almennar hugmyndir með svörum eins og sjást frá Ólafi Bjarnasyni. Ætla að henda inn einhverjum hugmyndum... en þegar það eru 350 hugmyndir í vinnslu þá er maður ekkert sérstaklega bjartsýnn að þessi nýji vettvangur sé að skila nokkru af viti. Annaðhvort þarf að sparka í einhverja nefndir til að þær hósti upp lausnum fyrir þessar hugmyndir eða fækka þeim hugmyndum sem eru teknar héðan til athugunar hjá borginni

Ha? Þú þyrfti að skýra betur hver rökin eru. Almennt er það bílaumferðin sem skapar slysahættu. Ef ekið er á gangandi vegfaranda, var það þá hann sem olli slysinu með því að "vera fyrir"?

Það er rétt að það er ekki hægt að hjóla upp Laugaveginn svo vel sé, eins og Þórður útskýrir. Ég geri það helst aldrei því ég vil sýna af mér ábyrga hegðun á hjólinu - af því að ég vil að ökumenn komi fram af ábyrgð við mig. Ég hjóla hins vegar upp Hverfisgötuna (á götunni). Það er kannski ekki alveg stórhættulegt en það er með óþægilegri götum sem ég hjóla. Bendi á Skúlagötu, Lindargötu eða Grettisgötu, eftir því hvað hentar leiðinni best.

[eytt]

Það er gott að hjóla margar götur í miðbænum en myndast oft óreiða á gatnamótum. T.d. er fínt að hjóla í Vonarstræti en erfitt að beygja inn á Lækjargötu. Eins eru gatnamót í kringum Hlemm og við Snorrabraut erfið og svipuð dæmi víðar.

Einfaldasta leiðin til að auka nauðsynlegt líf- og ferðarými í þröngum götum er að takmarka umferð bifreiða og fækka geymslustæðum þeirra.

Undir yfdirskriftinni "Bæta aðstöðu hjólreiðafólks í miðbænum", mætti líka fjalla um bætta aðstöðu til að geyma reiðhjól með tryggum hætti. Það mætti taka frá eitt eða nokkur bílastæði í bílastæðahúsunum og setja niður boga til eð halla stellinu að og læsa. Það mætti fjölga grænu hjólastæðisbogunum sem borgin hefur sett upp. Það mætti setja "cycleloop" á ljósastaurum til að sýn að hjólreiðamenn sé velkomið að læsa hjólin við ljósastaura (og gera þeim auðveldari fyrir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information