Vandræðarönd meðfram lóðamörkum

Vandræðarönd meðfram lóðamörkum

Vandræðarönd meðfram lóðamörkum

Points

Meðfram flestum lóðamörkum er 50-70cm breið rönd sem er í eigu borgarinnar. Fyrst spyr ég, til hvers er þessi rönd ? eru þarna undir lagnir eða ... einfaldast er að stækka lóðirnar um þessa fáu fermetra - eða semja við lóðareigendur um að hugsa um þessa ræmu, borgin gæti t.d. lagt til runna en lóðareigandinn plantað þeim og séð síðan um hreinsum á beðinu og klippinu þegar þess þarf. Dæmi: við Rimaskóla er gangstígur við bílaplanið og síðan þessi óræktarræma upp að griðingu nágrannans.

Ég er alveg sammála þessu. Það er fúlt að sjá þessar ræmur hér og þar, illa hirtar og sóðalegar. Að minnsta kosti mætti bjóða íbúum að sjá um þær. Ein frekar stór ræma er meðfram Strandvegi í Grafarvogi, þar sem stytturnar eru. Þar er mýri og afar sóðalegt um að litast. Þetta mætti laga með því að fá gröfu til að fara yfir og slétta og setja svo niður tré, meira að segja aspir því svæðið er bæði mjög stórt og blautt og aspir drekka mikið vatn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information