Betri aðkoma á leikskólann Blásali

Betri aðkoma á leikskólann Blásali

Það þarf alvarlega að skoða aðkomuna á leikskólann Blásali í Árbænum, gangstéttir skarast á svo maður þarf stöðugt að vera að fara yfir umferðargötu með barnið sitt á háanna tíma, og umferðargatan að leikskólanum er hættuleg útaf beygjunni, sem getur verið mikil slysahætta, þyrfti að breikka veginn eða setja upp varúðarskilti, þetta þyrfti að vera forgangsatriði.

Points

Það eru margir að fara með og sækja börnin sín á sama tíma á daginn, þegar maður er fótgangandi og er búin að sækja barnið sitt, þarf maður að labba frá leikskólanum og beint yfir götu á gangstéttina, svo labbar maður nokkur skref og þarf þá aftur að fara yfir götuna til að fara á gangstéttina hinum megin, þegar maður er að fara yfir götuna í seinna skiptið eru margir bílar alltaf að koma og þar er kröpp beygja sem gefur littla yfirsýn, þannig bílarnir gætu keyrt á mann, eða aðra bíla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information