Bætt nýting á gamla strætóreitnum milli Sæbrautar og Borgartúns fyrir almenning.

Bætt nýting á gamla strætóreitnum milli Sæbrautar og Borgartúns fyrir almenning.

Á gamla strætisvagnasvæðinu á milli Sæbrautar og Borgartúns er nú mikið svæði sem er illa nýtt. Þar gæti verið græn göngu- og hjólagata frá Borgartúni til Lauganessins. Á svæðinu mætti einnig vera athvarf listafólks, ferðamanna og menningar, í bland við atvinnurekstur tengdum íslenskum afurðum.

Points

Á gamla strætisvagnasvæðinu á milli Sæbrautar og Borgartúns mætti í stað ökukennslu og bílastæða, skipuleggja menningartengda starfsemi og byggingar. Þar gæti verið göngu- og hjólagata frá Borgartúni til Lauganessins. Á svæðinu mættu einnig vera athvarf listafólks vegna nálægðar við listaháskólann, margumtöluð moska, lágreist gistiaðstaða og ýmislegt annað sem tengist ferðamannabransanum. Einnig mætti nýta plássið þarna til gróðurhúsa og reksturs á íslenskum markaði í anda Kolaportsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information