Öryggi gangandi um þessi gatnamót er stórlega ábótavant. Ef gangandi ætlar að fara yfir Höfðabakkann þegar að það er grænt á bílaumferð um Stórhöfðann getur viðkomandi verið í stórhættu. Það er vegna þess að græni kallinn logar það stutt að fólk nær einungis að fara yfir helming götunnar og þarf því beinlínis að hlaupa ef það ætlar að ná yfir alla götuna. Mætti leysa þetta með td beygjuljósum fyrir þá sem eru að taka vinstri beygju af Höfðabakkanum og inn á Stórhöfða.
Það sem það er mikil og þung umferð um þessi gatnamót mætti gera eitthvað róttækt fyrir gangandi vegfarendur til að auka öryggi þeirra. Þarna hafa líka orðið margir árekstrar og slys, en ekkert verið gert til að bæta öryggið og bara tími kominn á að það verði gert.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation