Breyta Hagatorgi í aðgengilegt grænt svæði

Breyta Hagatorgi í aðgengilegt grænt svæði

Hagatorg er stórt grænt svæði í næsta nágrenni þriggja skóla, en það er ekkert hægt að nota það vegna þess að það er umkringt götu. Það mætti loka Neshaga og Fornhaga við Hagatorg, en opna í staðinn fyrir umferð niður Hagamelinn, taka út hringtorgið, eða setja lítið hringtorg í staðinn við endann á Birkimel. Þannig væri hægt að búa til samfellt grænt svæði á milli allra skólanna, Neskirkju, íþróttahússins sem næði yfir græna svæðið sem nú er miðja Hagatorgs.

Points

Hagamelurinn tekur ekki við allri þessari umferð. Og svo stendur Melaskólinn þarna líka og ég býst við að Hagamelnum hafi verið lokað þarna af þeim sökum. En.....mér fyndist mjög áhugavert að setja einhvern gróður á Hagatorgið, kannski rósarunna eða aðra rága runna, þetta er svo bert og lítið skemmtilegt eins og það er núna. En það verður aldrei útivistarsvæði af augljósum ástæðum. Það er stórt, grænt svæði við Neskirkju sem aldrei er notað, það mætti sannarlega gera meira þar.

Með því að tengja græna svæðið sem er miðja Hagatorgs við skólalóðirnar væri hægt að bæta stórlega aðgengi að útikennslu- og leiksvæði fyrir skólana, Hagaskóla, Melaskóla og Hagaborg. Það er mjög léleg nýting á grænu svæði í miðri borginni að hafa það aflokað með götu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information