Mannlífsgarður og leikvöllur á Grettisgötu

Mannlífsgarður og leikvöllur á Grettisgötu

Við Grettisgötu 30 er garður á lóð sem Reykjavíkurborg á. Þar brann gamalt hús árið 1994. Borgin keypti lóðina. Á lóð hússins eru nú bílastæði og fyrir framan þau há og falleg reynitré. Þarna mætti gjarnan fegra, helluleggja eða malbika stæðin og gera garðinn enn vistlegri með bekkjum, skemmtilegum leiktækjum fyrir krakka.

Points

Þarna væri hægt að koma upp sannkölluðum unaðsreit í miðborginni og þarf jafnvel ekki að kosta miklu til. Rólur, rennibraut og nokkrir bekkir myndu lífga upp á svæðið. En þarna þarf að snyrta og huga að gróðri á sumrin til að svæðið líti vel út.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information