Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga.

Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga.

Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga.

Points

Þeir sem vinna á kvöldin, eiga ekki möguleika á að nýta sér þjónustu SVR þar sem vagnar hætta að ganga upp úr kl. 22.

svo má skipta þessum stóru skrímslum út fyrir minni og sparneytnari strætóa á kvöldin þegar farþegafjöldinn er minni.

Þar sem vínveitingarleyfi er til kl. 1:00 á virkum dögum og allt að 4:30 um helgar, eru margir atburðir s.s. tónleikar sem eru haldnir langt fram yfir tímann sem strætó hættir á. Fólk lifir á mismunandi tímum sólarhringsins, og það er algjör vitlausa að mínu mati að láta fólk sem ekki vinnur á hinu dæmigerða 8-16 eða 9-17 kerfi þurfi að reka bíl til að komast leiða sinna. Það er óþægilegt að eiga ekki bíl og hafa ekki möguleika á því að ferðast seint, fyrir þá sem eru oft í þeim aðstæðum.

Til þess að hægt sé að nota strætó sem alvöru almenningssamgöngutæki, þarf hann að ganga stóran hluta sólarhringsins. Það er lítið gagn af vögnum sem liggja í stæðum á meðan fólk fer í bílum á milli.

Sérstaklega myndi muna um þennan tíma fyrir fólk í vaktavinnu. Það er nauðsynlegt svo fólk upplifi Strætó sem raunhæfan valkost. Ef maður þarf að kaupa bíl til að geta unnið er lítil ástæða til að nota hann þá ekki sem mest. Svo er miðstöð skemmtana og menningar í miðborginni þar sem strætósamgöngur eru einna bestar. Það ætti að vera sjálfsagt að fólk geti tekið strætó heim af tónleikum í Hörpu, úr leikhúsi eða kvikmyndahúsi, sérstaklega ef fólk er hvatt til að koma með öðrum leiðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information