Hraðamyndavélar í stað hraðahindrana
Hægt væri að keyra á jöfnum 30km hraða í gegnum þessi hverfi, eða 50 km þar sem það á við í stað þess að vera stanslaust að bremsa og taka af stað. Það er gífurleg loft mengun sem fellst í núverandi fyrirkomulagi.
Myndavélarnar myndu skila tekjum og eru ódýrari en kostnaðurinn við að setja upp hraðahindrun, einnig kostar viðhaldið á hraðahindrun slatta. Það þyrftu ekki einu sinni að vera myndavélar í öllum kössunum, tómir kassarnir virka eins og "hraðahindrun" fólk hægir á sér þar sem þeir eru. Það veit aldrei hvar myndavél er niðurkomin.
Fjarlægja hraðahindranir í borginni og setja upp hraðamyndavélar í staðin. Hraðahindranir valda verulegum óþægindum fyrir strætó, lögregluna, sjúkrabíla og slökkvilið. Þær valda óþarfa sliti og gífurlegri eldsneytis eyðslu, það væri hægt að spara miljónir á ári í rekstrarkostnað strætó. Hraðamyndavélar ná þeim sem eru að brjóta af sér. Hraðahindranir stoppa ekki jeppakallana við að keyra of hratt en myndavélarnar gera það.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation