Merkja botnlangagötur þar sem þær mæta göngu- og hjólastígum

Merkja botnlangagötur þar sem þær mæta göngu- og hjólastígum

Í Árbænum er mikið um botnlanga og jafnframt mikið um göngu- og hjólastíga. Götur eru merktar þar sem þær mæta öðrum götum en ekki þar sem þær mæta stígunum. Af þessum sökum á göngu/ hjólafólk oft erfitt með að átta sig á hvar það er statt. Tillagan er sú að bætt verði úr þessu með því að merkja botnlangaenda gatna þar sem þær liggja að fjölförnum göngu- og hjólastígum.

Points

Árbærinn einkennist öðru fremur af miklum fjölda skemmtilegra göngu- og hjólaleiða. Mikilvægt er að þeir sem nýta sér þennan ferðamáta þurfi ekki að ganga götur á enda til þess að vita hvað þær heita. Því skyldi staðsetning manns í borginni skipta minna máli þegar maður er gangandi eða hjólandi frekar en á bíl? Merkingar gatna þar sem þær mæta stígum hlýtur að vera eðlilegt framhald af stóraukinni áherslu á göngu- og hjólastígagerð í borginni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information