Umhverfisdagur skóla + íþróttafélaga: hreinsa næsta umhverfi

Umhverfisdagur skóla + íþróttafélaga: hreinsa næsta umhverfi

Umhverfisdagur skóla + íþróttafélaga: hreinsa næsta umhverfi

Points

Í umhverfi næst íþróttavöllum og skólum borgarinnar safnast yfirleitt mikið drasl sem kemur frá skólakrökkunum og íþróttafólki: umbúðir undir mjólkurvörur eða sælgæti, annað drasl sem annað hvort fýkur eða er hent. Það væri mjög gagnlegt að fá krakkana til að taka 2 umhverfisdaga á ári þar sem þau fóstra nánasta umhverfi sínu og hreinsa það sem hefur dreifst, í staðinn fyrir að bíða eftir að ungllingavinna sjái um það á vorin.

Ef þau þurfa sjálf að hreinsa upp er ekkert ólíklegt að einhver vitundarvakning verði með að henda því ekki á götuna eða opin svæði til að byrja með.

Svona dögum ætti tvímælalaust að koma á. Þeir myndu auka umhverfisvitund ungs fólks mikið.

Til þess að þessi hugmynd gangi upp, þá þarf að fá fleiri en börn til að týna þetta upp. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft ! Það ætti að vera hægt að finna leiðir til að virkja bæði fullorðna og börn, gera daginn áhugaverðann, grill, pylsur, pönnsur, kakaó inni í Íþróttahúsi að degi loknum. Ruslatýnsla í liðum, það lið vinnur sem týnir mest fullorðnir á mót börnum, fótbolti á móti körfubolta. Ruslatýnsla/fjársjóðsleit ? Ruslatýnsla/ratleikur ? Það verður að gera þetta skemmtilegt !

Jafnvel einusinni í mánuði, til að vekja umhverfisvitund þeirra. Og einnig að láta þau mála og fleira, sem forvorn gegn fleiri umhverfisspjöllum.

Góð hugmynd, nýta dagana sem talað er um hér annars staðar um vettvangsferðir.

Ég er hlynnt því að auka umhverfisvitund nemenda í grunnskólum en tel ekki að tína rusl sem jafnvel er eftir aðra vera vel til þess fallið eitt og sér. Umhverfisdagar eru haldnir í mörgum skólum, allavega skólum með Grænfánann, og er hann nýttur til allskyns umfjöllunar um umhverfismál... það er fleira umhverfismál en rusl. Svo vil ég geta þess að vettvangsferðir eru hugsaðar sem námsferðir, hluti af náminu þar sem farið er á vettvang og lært með upplifun í stað bóka og fráleitt að það hafi sama gildi og ruslatínsla, þó að ég telji að hverjum manni sé hollt að tína rusl.

tengist hugmyndinni: Framhald af Einn svartur poki

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information